/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir

Tónlistarmaður
/

Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH með framhaldspróf í klassísku slagverki árið 2017 og lærði þar einnig á trommusett. Hún hefur spilað með mörgum klassískum samspilshópum, til dæmis Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ungfóníunni, Kammersveitinni Elju, Slagverksdúettinum HalLó og í ævintýraóperunni Baldursbrá. Hún hefur spilað á trommusett og slagverk inn á plötur og með ýmsum listamönnum, m.a. Salóme Katrínu, Gabríel Ólafs, Rakel, Raven, Halldóri Eldjárn, Elínu Sif og Cell7. Hún spilar nú í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ástu og Kardemommubænum og kennir á trommur og slagverk við Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími