fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólafur Egill Egilsson

Leikari, Leikstjóri
/

Ólafur Egill leikstýrir sýningunni Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020, auk þess sem hann leikur í Leitinni að jólunum.

Ólafur Egill útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Hann hefur starfað sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri jafnt í leikhúsi sem kvikmyndum.

Meðal leikverkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Álfahöllin, Heimkoman, Sjálfstætt fólk, Englar alheimsins, Leitin að jólunum, Hreinsun, Heimsljós, Lér konungur, Bjart með köflum, Gerpla, Íslandsklukkan, Frida…viva la vida, Ívanov, Túskildingsóperan, Pétur Gautur, Svört mjólk og Rambó 7.

Meðal sýninga sem Ólafur Egill hefur leikið í hjá Vesturporti eru Hamskiptin, Woyzeck, Rómeó og Júlía, Brim og Kringlunni rústað.

Hjá Leikfélagi Akureyrar lék Ólafur hlutverk Fagins í Oliver! og hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann í Terrorisma.

Ólafur skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarssyni handritið að Elly hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og er meðhöfundur kvikmyndanna Kona fer í stríð, Sumarlandið, Brim, Brúðguminn og Eiðurinn. Hann gerði einnig leikgerð sýninganna Fólkið í kjallaranum og Svar við bréfi Helgu hjá Leikfélagi Reykjavíkur, eftir samnefndum bókum Auðar Jónsdóttur og Bergsveins Birgissonar. Ólafur vann leikgerð úr bók Halldórs Laxness, Gerplu, í samvinnu við Baltasar Kormák og var meðal handritshöfunda í Karitas og Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu.

Fyrir Þjóðleik – leiklistarhátíð ungs fólks skrifaði Ólafur verkið Iris ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur.

Ólafur hefur leikstýrt sýningunum Hystory, Brot úr hjónabandi, Kartöfluætunum og Tvískinnungi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Sheikspír eins og hann leggur sig hjá Leikfélagi Akureyrar og einnig hefur hann leikstýrt hjá áhugaleikfélögum, meðal annars eigin leikgerðum af Lilliom og Hundshjarta á Herranótt og Tartuffe í Stúdentaleikhúsinu, og einnig setti hann upp verk Jóns Atla Jónassonar, Krádplíser hjá Reykvíska Listaleikhúsinu.

Ólafur er meðhöfundur kvikmyndanna Kona fer í stríð, Eiðurinn, Sumarlandið, Brim og Brúðguminn.

Hann gerði búninga kvikmyndarinnar Myrkrahöfðingjans og leikmyndir við sumarsmellina Grease og Fame.

Ólafur hefur hlotið Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn í Sjálfstæðu fólki – hetjusögu, Óliver og Svartri mjólk og sem leikskáld ársins ásamt Auði Jónsdóttur fyrir Fólkið í kjallaranum.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími