/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hildur Evlalía Unnarsdóttir

Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
/

Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu

Hildur Evlalía gerir leikmynd fyrir Nokkur augnablik um nótt í Þjóðleikhúsinu.

Hildur Evlalía Unnarsdóttir hóf störf við Þjóðleikhúsið haustið 2017. Fyrst starfaði hún á smíðaverkstæðinu, þá í sviðsdeild og nú sem teymisstjóri leikmyndaframleiðslu leikhússins. Hún hefur framleitt fjölda leikmynda í Þjóðleikhúsinu, m.a. fyrir sýningarnar Sjö ævintýri um skömm, Vertu úlfur, Kardemommubæinn, Ástu, Framúrskarandi vinkonu, Rómeó og Júlíu og Nashyrningana. Hildur lauk burtfaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010 og útskrifaðist sem húsgagnasmiður frá Tækniskólanum í Reykjavík 2015. Hún hefur komið fram sem söngkona í óperuuppfærslum, á ýmsum tónleikum og sungið í kórum. Hún tók virkan þátt í menningarviðburðum í sínum heimabæ, Egilsstöðum, meðal annars í Óperustúdíói Austurlands.

Hildur þreytir nú frumraun sína í leikmyndahönnun, en taka má fram að leikmyndin er að mestu unnin úr endurnýttum efniviði, m.a. úr gömlum leikmyndum Þjóðleikhússins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími