Hvað sem þið viljið
Höfundur
William Shakespeare
Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir
Frumsýnt
Janúuar 2023

Ærslagangur, tónlist  og hjörtu barmafull af ást í kynjaskógi Shakespeares.

Þessi galsafulla gleðisýning færir okkur skemmtilegasta gamanleik Shakespeares í splunkunýjum búningi, þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á frjóan og ævintýralegan hátt og list leikarans er í forgrunni. Ágústa Skúladóttir leikstjóri er þekkt fyrir fjörugar, litríkar og heillandi sýningar, og nú hefur Karl Ágúst Úlfsson endurort texta skáldsins á léttleikandi nútímamál í nýrri leikgerð sem er full af húmor og brotin upp af stórskemmtilegri tónlist. Margir okkar flinkustu gamanleikarar blása nýju lífi í ógleymanlegar persónur Shakespeares.

Er ástin allt sem þarf? Það sögðu Bítlarnir, Shakespeare var sammála – og það erum við líka!

Elskendurnir ungu Rósalind og Orlandó neyðast til að flýja, hvort í sínu lagi, undan ofsóknum. Þau hrekjast út í skógana miklu, þar sem þeirra bíða kostuleg ævintýri meðal annarra útlaga. Dulargervi, kynusli, margfaldur misskilningur, ráðabrugg, fíflalæti og eldheitar ástríður!

Listrænir stjórnendur
Tónlist og tónlistarstjórn
Leikmynd og búningar
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími