/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þórunn María Jónsdóttir

/

Þórunn María nam fag sitt í Frakklandi og Belgíu, þar sem hún bjó, nam og starfaði í 12 ár. Hún hefur hannað búninga fyrir yfir 60 leikverk, óperur, danssýningar og kvikmyndir á síðustu 20 árum.

Hún gerir leikmynd og búninga fyrir Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Helstu sýningar í Þjóðleikhúsinu eru Engillinn, Samþykki, Faðirinn, Segulsvið, Óvitar, Hreinsun, Brennuvargarnir, Ástin er diskó lífið er pönk, Sumarljós, Skilaboðaskjóðan, Öxin og Jörðin, Edith Piaf, Dýrin í Hálsaskógi og Cyrano de Bergerac.

Í Borgarleikhúsinu hannaði hún búninga fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt, Hús Bernhörðu Alba, Kryddlegin Hjörtu, Sól og Máni, Vorið vaknar, Ástarsaga 3 og Afaspil og í Íslensku Óperunni hannaði hún búninga fyrir sýningarnar Il Trovatore, Tosca og La Boheme.

Þórunn hefur unnið með frjálsum leikhópum eins og t.d. RaTaTam sem var útnefndur Listhópur Reykjavíkurborgar 2017. Með þeim hannaði hún leikmynd og búninga fyrir Suss! og vinnur nú að sýningunni Ahhh! Hún vann sömuleiðis að Endatafli og Í samhengi við stjörnurnar með leikhópum.

Hún hannaði einnig búninga í flestum sýningum Hafnarfjarðarleikhússins; Höllu og Kára, Meistaranum og Margarítu, Grettissögu, Englabörnum, Að eilífu og í Birtingi og Mömmumömmu.

Hún er höfundur búninga í kvikmyndunum Ölmu sem nú er í vinnslu, Hross í Oss, Ófeigi, Mávahlátri og Dansinum og hlaut Edduverðlaunin fyrir búninga sína þeirri síðastnefndu.

Hún hefur fengið sex tilnefningar til Grímuverðlaunanna.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími