Ágústa Skúladóttir hefur sett upp 75 sýningar, einkum á nýjum íslenskum verkum. Hún lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Í Þjóðleikhúsinu hefur Ágústa sett upp Hvað sem þið viljið, Kardemommubæinn, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Dýrin í Hálsaskógi, Ballið á Bessastöðum, Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Halldór í Hollywood, Umbreytingu og Stórfengleg. Hún leikstýrði Línu Langsokk og Gosa í Borgarleikhúsinu og Gallsteinum afa Gissa hjá LA. Hún leikstýrði sýningum Hunds í óskilum Njálu á hundavaði, Öldinni okkar og Kvenfólki. Hún hefur sett upp fjölda verkefna með sjálfstæðum leikhópum, nú síðast Madame Tourette, Fíflið og Hrímu. Hún hefur einnig leikstýrt talsvert í Færeyjum og hjá Íslensku óperunni. Ágústa er einn af aðstandendum Gaflaraleikhússins og leikstýrði þar Bíddu bara, Í skugga Sveins og Ævintýrum Múnkhásens. Sýningar hennar Gosi, Í skugga Sveins, Klaufar og kóngsdætur og Bólu-Hjálmar hlutu Grímuverðlaunin sem barnasýningar ársins og sýning hennar Eldhús eftir máli hlaut Menningarverðlaun DV. Hvað sem þið viljið er níunda sýningin sem Ágústa og Karl Ágúst vinna að saman.

Starfsfólk Þjóðleikhússins