/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Almar Blær Sigurjónsson

Leikari
/

Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2021. Hann leikur í Múttu Courage, Eddu, Frosti og Draumaþjófnum í vetur. Hann lék hér í Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Ást og upplýsingum, Kardemommubænum og Nashyrningunum. Almar tók þátt í ýmsum verkefnum meðfram námi, meðal annars í Nokkur orð um mig á Fringe festival Reykjavík og örverkahátíðinni Ég býð mig fram 3. Hann lék í kvikmyndinni Agnesi Joy. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími