Lestur fyrir Úkraínu

Lestur fyrir Úkraínu

Þjóðleikhúsið og Bjartur taka höndum saman
Dagsetning
13. maí kl. 17:00
Svið
Kjallarinn
Verð
1000 kr.

Þjóðleikhúsið og bókaforlagið Bjartur efna til viðburðar til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu. Leikarar Þjóðleikhússins lesa úr úkraínsku skáldsögunni Dauðinn og mörgæsin sem nýlega var endurútgefin af Bjarti og þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir segir frá úkraínska höfundinum Andrej Kúrkov.

Áslaug Agnarsdóttir þýðandi kynnir skáldsöguna Dauðann og mörgæsina eftir Andrej Kúrkov sem var nýverið endurútgefin á íslensku hjá bókaforlaginu Bjarti og leikarar úr Þjóðleikhúsinu lesa valda kafla úr bókinni. Bókin verður til sölu á staðnum.

Aðgangseyrir er aðeins 1.000 kr., en hægt er að bæta framlagi við í kaupaferli, auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum á staðnum. Aðgangseyrir og framlög renna óskipt til neyðaraðstoðar í Úkraínu, ásamt öllum ágóða af bók- og veitingasölu um kvöldið.

Andrej Kúrkov er einn frægasti höfundur Úkraínu

Dauðinn og mörgæsin skaut Andrej Kúrkov upp á stjörnuhimin heimsbókmenntanna og hefur verið þýdd á hátt í fjörutíu tungumál. Hún kom fyrst út á íslensku árið 2005 en er nú endurútgefin.
Sögusviðið er Úkraína eftir að Sovétríkin hafa liðast í sundur. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvanadýragarði Kíev. Dag nokkurn er hann ráðinn í lausamennsku við dagblað til að skrifa minningargreinar um mikilsháttar menn í samfélaginu sem blaðið vill hafa til taks þegar viðkomandi hrekkur upp af. Skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. En eftir því sem dagarnir líða flækist heimilislíf hans meira og meira, auk þess sem starf hans á blaðinu hefur ýmislegt miður heppilegt í för með sér.

Um þýðandann

Áslaug Agnarsdóttir nam rússnesku við Oslóarháskóla og dvaldi svo sem styrkþegi í Moskvu á áttunda áratugi síðustu aldar. Hún hefur stundað þýðingar úr rússnesku síðan 2005, en Dauðinn og mörgæsin var fyrsta bókin sem hún þýddi. Meðal annarra þýðinga hennar eru Bernska, Æska, Manndómsár eftir Lev Tolstoj, Bréfabók eftir Míkhaíl Shískín og smásagnasöfnin Sögur frá Rússlandi og Sögur frá Sovétríkjunum. Auk þess hefur hún þýtt verk eftir Danííl Kharms og Sergej Dovlatov.

Aðgangseyrir er einungis 1.000 kr. en tekið verður við frjálsum framlögum á viðburðinum sem rennur óskiptur til neyðaraðstoðar Rauða krossins til stríðshrjáðra í Úkraínu, ásamt öllum ágóða af bóka- og veitingasölu.

Hér er hægt styrkja starf Rauða krossins

Styrkja starf Rauða krossins

Lesarar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími