/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigurbjartur Sturla Atlason

/

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2016. Í vetur leikur hann í Rómeó og Júlíu, Framúrskarandi vinkonu og Sem á himni í Þjóðleikhúsinu. Hann er jafnframt einn af höfundum tónlistar í Rómeó og Júlíu. Meðal kvikmynda og sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru Ófærð 2 og Lof mér að falla. Hann hefur leikið í þremur uppfærslum Íslensku óperunnar. Hann leikstýrði Gíslasögu Súrssonar og Rómeó og Júlíu á Herranótt, og net- og sjónvarpsseríum fyrir Stöð 2 og vefmiðilinn 101.live. Hann hefur einnig getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út plötur og tónlistarmyndbönd og komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016.

 

Nánar um feril:

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016. Í vetur leikur hann í Rómeó og Júlíu, Framúrskarandi vinkonu og Sem á himni í Þjóðleikhúsinu. Hann er jafnframt einn af höfundum tónlistar í Rómeó og Júlíu.

Sigurbjartur hefur leikið í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsseríum, m.a. Ófærð 2 og Lof mér að falla.

Hann hefur leikið í þremur uppfærslum Íslensku óperunnar á undanförnum árum og söng aríu í Toscu í Eldborg.

Sigurbjartur leikstýrði Gíslasögu Súrssonar og Rómeó og Júlíu fyrir Herranótt. Hann leikstýrði net- og sjónvarpsseríum fyrir Stöð 2 og vefmiðilinn 101.live.

Sigurbjartur hefur einnig getið sér gott orð í tónlistarbransanum undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út fjölda platna og tónlistarmyndbanda og spilað stórum tónlistarviðburðum. Árið 2016 var hann útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sturla Atlas hefur komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum.

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími