Leitin að jólunum

Leitin að jólunum

Grímuverðlaunasýning sýnd sautjánda leikárið í röð
Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson
Kvæði
Jóhannes úr Kötlum
Leikstjóri
Þórhallur Sigurðsson

Tveir skrýtnir og og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið.

Sívinsælt aðventuævintýri
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir og fyrir fullu húsi allt frá því að hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt sautjánda leikárið í röð og eru sýningarnar
orðnar um 400 talsins.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími