fbpx
Leitin að jólunum
Grímuverðlaunasýning sýnd sextánda leikárið í röð
Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson
Kvæði
Jóhannes úr Kötlum
Leikstjóri
Þórhallur Sigurðsson
/
Sýningar árið 2020 aðeins fyrir skólahópa

Aðventusýning Þjóðleikhússins Leitin að jólunum hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin fimmtán ár, en ekki gat orðið af hefðbundnu sýningarhaldi á þessari skemmtilegu sýningu árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað þess að fella alfarið niður sýningar ákvað Þjóðleikhúsið að sníða sýninguna sérstaklega að grunnskólahópum, fjölga fyrirhuguðum sýningum umtalsvert og bjóða börnum í 2. bekk grunnskóla á sýninguna.

Sívinsælt aðventuævintýri

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið.

Listrænir stjórnendur
Leikstjórn
Þórhallur Sigurðsson
Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson
Kvæði
Jóhannes úr Kötlum.
Tónlist
Árni Egilsson
Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Leikmunadeild
Halldór Sturluson, Högni Sigurþórsson, Mathilde Anne Morant, Trygve Jónas Eliassen
Hljóðmaður
Kristján Sigmundur Einarsson
Listræn ráðgjöf
Björn Ingi Hilmarsson

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími