Steinunn Arinbjarnardóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún lék einleikinn Ausu í Mengi. Hún hefur leikið í ýmsum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og stuttmyndum. Hún er einn af stjórnendum Iceland Documentary Film Festival. Hún stundaði nám á framhaldsstigi í fiðluleik í Tónlistarskóla Reykjavíkur og nútímadansi í Listdansskóla Íslands.
Í vetur leikur hún í Ástu og Leitinni að jólunum í Þjóðleikhúsinu.