/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Karl Olgeir Olgeirsson

Píanóleikari, Tónlistarstjóri
/

Tónlistarstjóri, píanóleikari, hljómsveitarstjóri

 

Karl sér um tónlistarstjórn, hljómsveitarstjórn og píanóleik í Shakespeare verður ástfanginn og er tónlistarstjóri í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Karl Olgeir Olgeirsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi sem sem lagahöfundur, söngvari og hljóðfæraleikari. Píanóið er aðalhljóðfæri hans, en hann leikur á fjölmörg önnur hljóðfæri. Karl hefur meðal annars samið tónlist fyrir kvikmyndir og starfað við hljóðstjórn og útsetningar á fjölda hljómplata. Hann kemur reglulega fram með jazztríóum sínum Hot Eskimos og Karl Orgeltríó. Hann var tónlistarstjóri spunahópsins Improv Iceland. Hann var tónlistarstjóri og útsetjari fyrir Frostrósir um ellefu ára skeið. Hann sá um kórútsetningar fyrir hljómplötu Bjarkar Medúllu.

Karl var tilnefndur til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019 og hlaut tvenn, fyrir jazzplötu ársins og sem lagahöfundur ársins í jazzflokki fyrir plötu sína Mitt bláa hjarta (2018).

Karl sá um tónlistarstjórn, píanóleik og leikhljóð í Einræðisherranum í Þjóðleikhúsinu.

Meðal annarra verkefna Karls í leikhúsi, sem tónlistarstjóri, útsetjari og/eða lagahöfundur eru Kommúnan og Rómeó og Júlía hjá Vesturporti, Ronja ræningjadóttir og Kalli á þakinu í Borgarleikhúsinu, Paris at Night (tilnefning til Grímunnar) og Hinn fullkomni jafningi hjá leikhópnum Á senunni og Sporvagninn Girnd og Djöflaeyjan hjá Leikfélagi Akureyrar.

Hann hefur jafnframt verið hljómsveitarstjóri og hljómsveitarmeðlimur í fjölda sýninga en meðal þeirra eru We Will Rock You, Slá í gegn, Hrói Höttur, Lína Langsokkur, Kysstu mig Kata, Chicago, Litla hryllingsbúðin, Evita og Rocky Horror Show.

Hann hefur samið tónlist fyrir Útvarsleikhúsið og kvikmyndina Ófeigur gengur aftur (tilnefning til Eddunnar), Áramótaskaupið og heimildamyndirnar Love Is In The Air, Leiftrið Bjarta og Stephan G.

Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins hlutu Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd ársins í Einræðisherranum.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími