/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Búningahöfundur
/

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar og samsýningar, og unnið við fjölda verkefna í leikhúsi og kvikmyndum sem búninga- og leikmyndahönnuður. Meðal sýninga sem hún hefur hannað búninga fyrir í Þjóðleikhúsinu eru Karitas, Halldór í Hollywood, Leitin að jólunum, Leg, Gauragangur, Snædrottningin, Taktu lagið Lóa, Sjálfstætt fólk, Krítarhringurinn í Kákasus, Klaufar og kóngsdætur og Sitji guðs englar. Meðal kvikmyndaverkefna eru 101 Reykjavík, Ikingut og Hafið. Haldið var Sjónþing henni helgað í Gerðubergi. Hún hefur hlotið margar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Sjö ævintýri um skömm, Rómeó og Júlíu Vesturports og Leg.

Hún gerir búninga fyrir Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími