Sjö ævintýri um skömm
Ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu
Frumsýnt í apríl 2021
Svið
Stóra sviðið
Verð
6.450
Leikstjórn
Stefán Jónsson

Ferðataskan sem við höldum með út í lífið reynist oft innihalda ýmislegt sem við báðum ekki um, oddhvöss vopn, jafnvel eitur. Því er mikilvægt að spyrja, eins og á flugvellinum: Pakkaðir þú sjálf/sjálfur í töskuna þína?

Stefán Jónsson
/
Við bjóðum Tyrfing innilega velkominn á Stóra sviðið

Eftir að hafa verið rekin úr lögreglunni ákveður Agla að reyna að ná stjórn á lífi sínu. Hún ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla þarf því að rekja sig gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar til að ná bata. Ferðalag hennar um þessa leyndu veröld hefst í bílskúr í Flórída þar sem íslenskar kanamellur spila pílukast, þaðan er haldið til Akureyrar þar sem Lúkasarmálið er leyst og eftir brúðkaup og getnað á Instagram endar þetta allt á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Og hvað? Náum við nokkurn tímann stjórn?

Tyrfingur hlaut Grímuna fyrir leikrit ársins 2020.

 

Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Leikarar
Leikarar
/ /
Ilmur Kristjánsdóttir
/ /
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
/ /
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
/ /
Arnmundur Ernst Backman
/ /
Eggert Þorleifsson
/ /
Hilmir Snær Guðnason
/ /
Kristbjörg Kjeld
/ /
Kristín Þóra Haraldsdóttir
/ /
Edda Björgvinsdóttir
Listrænir stjórnendur
Leikstjórn
Stefán Jónsson
Leikmynd
Börkur Jónsson
Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Tónlist
Gísli Galdur Þorgeirsson
Sviðshreyfingar
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími