fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Eggert Þorleifsson

/

Eggert leikur í Atómstöðinni - Endurliti og Englinum í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Eggert hefur frá árinu 1980 leikið í fjölmörgum sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu og leikhópum, auk þess sem hann hefur leikið í ýmsum sjónvarps- og kvikmyndum og skemmtiþáttum. 

Hér í Þjóðleikhúsinu hefur Eggert leikið í Þrettándu krossferðinni, Engisprettum, Þrettándakvöldi, Sumarljósi, Utan gátta, Brennuvörgunum, söngleiknum Oliver, Hænuungunum, Heddu Gabler, Lé konungi, Vesalingunum, Afmælisveislunni, Tveggja þjóni, Fyrirheitna landinu, Englum alheimsins, Manni að mínu skapi, Spamalot, Eldrauninni, Hamskiptunum, Sjálfstæðu fólki, Segulsviði, Heimkomunni, Föðurnum, Einræðisherranum, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk og Slá í gegn.

Fyrsta verkefni Eggerts hjá Leikfélagi Reykjavíkur var Grettir árið 1980, en meðal annarra hlutverka hans hjá LR má nefna Hóras í Hamlet, Heiðbjart í Ég er hættur! Farinn!, Leonid í Á ég hvergi heima?, Victor í  Kabarett, ýmis hlutverk í Við borgum ekki! Við borgum ekki!, Jónatan í Tvískinnungsóperunni, Belg í Trúðaskólanum, Kristján í Dómínó, Nikolaj Kirsanov í Feður og synir, Howard Hogan í Feitir menn í pilsum, Stefán í Sumrinu ’37, Eddie í Horft frá brúnni, Brjálæðinginn í Stjórnleysingi ferst af slysförum, Markús í Litlu hryllingsbúðinni, Lebjadkín kaftein í Döflunum og byssubófa í Kysstu mig Kata. Eggert lék einnig í Skáldanótt og Með vífið í lúkunum og hina eftirminnilegu Rósalind í Belgísku Kongó.

Meðal verkefna Eggerts með sjálfstæðum leikhópum eru Kirsuberjagarðurinn hjá Frú Emilíu, Bein útsending í Loftkastalanum og Við feðgarnir í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Meðal kvikmynda sem Eggert hefur leikið í eru Kurteist fólk, Stóra planið, Í takt við tímann, Stella í framboði, Villiljós, Fíaskó, Draumadísir, Stuttur frakki, Sódóma Reykjavík, Ingaló, Foxtrott, Skytturnar, Stella í Orlofi, Skammdegi, Með allt á hreinu, Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf.

Eggert hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Föðurnum og Belgíska Kongó og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Afmælisveisluna, Hænuungana, Utan gátta og Chicago.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími