
Aspas
Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk frá árinu 2010 eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu, sem vakið hefur mikla athygli. Það fjallar um mismunun og fordóma, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og
tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar.
Tveir karlmenn, eldri borgari og erlendur farandverkamaður, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin.
Sýningin, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur, verður sviðsett í einni af verslunum Krónunnar, og aðgangur verður ókeypis. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst!

„Tveir samborgarar á niðursettu verði, og ókeypis inn.“
Guðrún S. Gísladóttir og Filippía I. Elísdóttir
Höfundur: Gianina Cărbunariu
Leikstjórn: Guðrún S. Gísladóttir
Þýðing: Guðrún S. Gísladóttir
Umgjörð: Filippía I. Elísdóttir
Dans og sviðshreyfingar: Sigríður Ásgeirsdóttir
Tónlistarstjórn: Gísli Galdur Þorgeirsson
Myndband: Signý Rós Ólafsdóttir
Leikarar: Eggert Þorleifsson og Snorri Engilbertsson.
Verkefnið er styrkt af Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði. Styrktaraðili: Krónan
Urbania ehf. í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
