/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Börkur Jónsson

Leikmyndahöfundur
/

Börkur Jónsson útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ og hlaut MA-gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki. Hann hefur haldið myndlistarsýningar og starfað við kvikmyndir, auglýsingagerð og leikhús, og unnið meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Vesturport, Borgarleikhúsið, The English National Opera, Residenztheater München, Royal Shakespeare Company, Schauspiel Hannover og Globeleikhúsið. Hann hlaut Grímuna fyrir Sjö ævintýri um skömm, Fagnað, Woyzeck, Hamskiptin og Fjölskylduna. Hann var tilnefndur til Evening Standard-leiklistarverðlaunanna og hefur hlotið Reumert-verðlaunin, Dora Mava-, Elliot Norton- og Broadway World-verðlaunin. Hann gerir leikmynd fyrir Frost í Þjóðleikhúsinu í vetur og gerði hér síðast leikmynd fyrir Nashyrningana, Jólaboðið og Sjö ævintýri um skömm.

 

Nánar um feril:

Börkur Jónsson útskrifaðist úr Skúlptúrdeild MHÍ árið 1999 og lauk MA gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki árið 2002.

Börkur hefur starfað í leikhúsi, kvikmyndum og auglýsingum og haldið fjölmargar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum á Íslandi og á meginlandinu.

Hjá Þjóðleikhúsinu hannaði Börkur meðal annars leikmyndir fyrir Nashyrningana, Í hjarta Hróa hattar, Túskildingsóperuna, Fögnuð, Hænuungana, Lé konung, Macbeth, Heimkomuna, Óþelló og Álfahöllina og í Borgarleikhúsinu Terrorisma, Héra Hérason, Rústað, Fjölskylduna, Enron, Elly og Fólk, staðir, hlutir, Vanja frænda og Eitur. Meðal annarra leikmynda sem Börkur hefur hannað má nefna Meistarann og Margarítu í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Sjeikspír eins og hann leggur sig í Iðnó og Dubbeldusch hjá L.A.

Hann hefur unnið með Vesturporti og hannaði meðal annars leikmyndir fyrir sýningarnar Rómeó og Júlíu, Brim, Woyzeck, Hamskiptin, Kommúnuna, Ást, Bastarða og Í hjarta Hróa Hattar.

Börkur hefur jafnframt starfað utan Íslands, meðal annars gerði hann leikmynd fyrir óperuna Return of Ulysses hjá The English National Opera í Young Vic, Ofviðrið hjá Residenztheater í München, fyrir danssýninguna Crain Maiden (Tsuru) í Kanagawa Arts Theatre í Japan og Draum á Jónsmessunótt í Globeleikhúsinu í London með Emmu Rice. Hann hefur jafnframt gert leikmyndir fyrir Í hjarta Hróa hattar hjá Royal Shakespeare Company og Macbeth hjá Schauspiel Hannover.

Börkur hefur margoft verið tilnefndur til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leikmyndirnar í Fögnuði, Woyzeck, Hamskiptunum, Fjölskyldunni. Hann var tilnefndur til „Designer of the Year“ í Evening Standard leiklistarverðlaununum 2006 fyrir Hamskiptin og hlaut bæði Dora Mava Moore leiklistarverðlaunin í Kanada, Elliot Norton verðlaunin í Boston og Broadway World Award fyrir leikmyndina í Í hjarta Hróa hattar. Börkur hlaut dönsku leiklistarverðlaunin, Reumert-verðlaunin, fyrir leikmynd Bastarða.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími