/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

/

Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum og komið fram sem tónlistarmaður. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Rómeó og Júlíu, Jólaboðinu, Sjö ævintýrum um skömm og Kardemommubænum. Af öðrum sýningum hér má nefna Einræðisherrann, Lé konung, Utan gátta, Taktu lagið, Lóa! og Sjálfstætt fólk. Meðal sýninga í Borgarleikhúsinu er Hannes og Smári. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann. Hún á 30 ára leikafmæli í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. 

 

Nánar um feril:

Ólafía Hrönn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu og hjá öðrum leikhúsum og leikhópum, og leikið í kvikmyndum og sjónvarpi. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Rómeó og Júlíu, Jólaboðinu, Sjö ævintýrum um skömm og Kardemommubænum.

Meðal nýlegra verkefna Ólafíu Hrannar í Þjóðleikhúsinu eru Útsending, Fly Me to the Moon, Slá í gegn, Einræðisherrann, Jónsmessunæturdraumur, Faðirinn,  Álfahöllin, Móðurharðindin, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Segulsvið, Pollock?, Svanir skilja ekki, Karma fyrir fugla, Maður að mínu skapi, Tveggja þjónn, Macbeth, Dýrin í Hálsaskógi, Bjart með köflum, Heimsljós, Lé konungur, Gerpla, Finnski hesturinn,  Af ástum manns og hrærivélar, Ívanov, Skilaboðskjóðan, Utan gátta og Brennuvargarnir. Hún lék og söng í Ástinni í Leikhúskjallaranum, ásamt Tríói Tómasar R.

Fyrsta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu var Hnappasmiðurinn í Pétri Gaut. Ólafía Hrönn var fastráðin við Þjóðleikhúsið 1991. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið Ragnheiði Valdimarsdóttur í Gleðispilinu, Guðríði í Elínu Helgu Guðríði, Þrúði í Ég heiti Ísbjörg Ég er ljón, Hjördísi í Hafinu, Martein skógarmús í Dýrunum í Hálsaskógi, Chris í Dansað á haustvöku, Höllu í Gauragangi, titilhlutverkið í Taktu lagið, Lóa!, Soffíu frænku í Kardemommubænum, Charlotte í Don Juan, Nönnu systur í samnefndu verki, Möggu í Kennarar óskast, Frúmu-Söru í Fiðlaranum á þakinu, ömmu Einfríðar í Grandavegi 7, Scout í Poppkorni, Guðrúnu í Solveigu og Rauðsmýrarmaddömuna og Brynju í Sjálfstæðu fólki. Hún lék hér einnig saungprófessorynjuna í Strompleiknum, Inès í Lífið þrisvar sinnum, Olgu Hlín Arnfinnsdóttur í farsanum Allir á svið, Ragnheiði Birnu (eldri) og ýmis hlutverk í Þetta er allt að koma og frú Peachum í Túskildingsóperunni. Hún fór með hlutverk Ásu í Pétri Gaut og aðalhlutverkið í Stórfengleg.

Í Borgarleikhúsinu lék Ólafía Hrönn í Með vífið í lúkunum og Beðið eftir Godot, en síðarnefnda verkefnið var í samstarfi við Kvenfélagið Garp. Hún lék í Hannesi og Smára.

Ólafía Hrönn hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meðal kvikmynda eru Sumarlandið, Mamma Gógó, Brúðguminn og Mýrin.

Ólafía Hrönn hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brúðgumanum.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími