/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikari
/

Ólafía Hrönn Jónsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum og komið fram sem tónlistarmaður. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Eddu og Frosti. Af öðrum sýningum hér má nefna Jólaboðið, Sjö ævintýri um skömm, Rómeó og Júlíu, Kardemommubæinn, Einræðisherrann, Lé konung, Utan gátta, Taktu lagið, Lóa! og Sjálfstætt fólk. Meðal sýninga í Borgarleikhúsinu er Hannes og Smári. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann.

 

Nánar um feril:

Ólafía Hrönn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1987. Hún hefur leikið fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu og hjá öðrum leikhúsum og leikhópum, og leikið í kvikmyndum og sjónvarpi. Í Þjóðleikhúsinu í vetur leikur hún í Rómeó og Júlíu, Jólaboðinu, Sjö ævintýrum um skömm og Kardemommubænum.

Meðal nýlegra verkefna Ólafíu Hrannar í Þjóðleikhúsinu eru Útsending, Fly Me to the Moon, Slá í gegn, Einræðisherrann, Jónsmessunæturdraumur, Faðirinn,  Álfahöllin, Móðurharðindin, Umhverfis jörðina á 80 dögum, Segulsvið, Pollock?, Svanir skilja ekki, Karma fyrir fugla, Maður að mínu skapi, Tveggja þjónn, Macbeth, Dýrin í Hálsaskógi, Bjart með köflum, Heimsljós, Lé konungur, Gerpla, Finnski hesturinn,  Af ástum manns og hrærivélar, Ívanov, Skilaboðskjóðan, Utan gátta og Brennuvargarnir. Hún lék og söng í Ástinni í Leikhúskjallaranum, ásamt Tríói Tómasar R.

Fyrsta hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu var Hnappasmiðurinn í Pétri Gaut. Ólafía Hrönn var fastráðin við Þjóðleikhúsið 1991. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið Ragnheiði Valdimarsdóttur í Gleðispilinu, Guðríði í Elínu Helgu Guðríði, Þrúði í Ég heiti Ísbjörg Ég er ljón, Hjördísi í Hafinu, Martein skógarmús í Dýrunum í Hálsaskógi, Chris í Dansað á haustvöku, Höllu í Gauragangi, titilhlutverkið í Taktu lagið, Lóa!, Soffíu frænku í Kardemommubænum, Charlotte í Don Juan, Nönnu systur í samnefndu verki, Möggu í Kennarar óskast, Frúmu-Söru í Fiðlaranum á þakinu, ömmu Einfríðar í Grandavegi 7, Scout í Poppkorni, Guðrúnu í Solveigu og Rauðsmýrarmaddömuna og Brynju í Sjálfstæðu fólki. Hún lék hér einnig saungprófessorynjuna í Strompleiknum, Inès í Lífið þrisvar sinnum, Olgu Hlín Arnfinnsdóttur í farsanum Allir á svið, Ragnheiði Birnu (eldri) og ýmis hlutverk í Þetta er allt að koma og frú Peachum í Túskildingsóperunni. Hún fór með hlutverk Ásu í Pétri Gaut og aðalhlutverkið í Stórfengleg.

Í Borgarleikhúsinu lék Ólafía Hrönn í Með vífið í lúkunum og Beðið eftir Godot, en síðarnefnda verkefnið var í samstarfi við Kvenfélagið Garp. Hún lék í Hannesi og Smára.

Ólafía Hrönn hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meðal kvikmynda eru Sumarlandið, Mamma Gógó, Brúðguminn og Mýrin.

Ólafía Hrönn hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Heimsljósi og Pétri Gaut og var tilnefnd fyrir Beðið eftir Godot, Lé konung, Utan gátta, Ívanov, Sólarferð, Stórfengleg og Þetta er allt að koma. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Brúðgumanum.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími