Rómeó og Júlía

Rómeó og Júlía

Þau eru að deyja úr ást
Verð
6.650 kr.
Lengd
2.45 eitt hlé
VIÐBURÐUR Á SVIÐI
1/2 klst. fyrir sýningu
Panta veitingar

Frægasta ástarsaga allra tíma í nýrri útfærslu framsækinna listamanna

Rómeó og Júlía er saga af sannri ást en um leið ástsýki og ungæðishætti. Í forgrunni verður mögnuð barátta ungrar konu gegn yfirþyrmandi feðraveldi. Fegurstu sögurnar geta sprottið upp úr hræðilegustu aðstæðunum.

Leikritið Rómeó og Júlía er frægasta ástarsaga allra tíma. Hún birtist hér í nýrri þýðingu og með grípandi tónlist, í útfærslu sem hrífur áhorfandann með inn í heillandi og hættulegan heim.

Þorleifur Örn leikstýrir stórum hópi leikara með Ebbu Katrínu og Sigurbjarti Sturlu í aðalhlutverkum

Þorleifur Örn Arnarsson er einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum.

Takmarkið er að feta einstigi milli leikrænnar flugeldasýningar og djúpstæðs harmleiks, þar sem bæði grátur og hlátur fá rými.

Þorleifur Örn Arnarsson

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn
Aðstoðarleikstjóri
Myndbandsupptaka á sviði
Aðstoðarsýningarstjórn og varasýningarstjórn
Varasýningarstjórn
Aðstoðarmaður tónlistarstjóra
Textaaðstoð
Leikgervadeild, yfirumsjón
Leikmunadeild, yfirumsjón
Búningadeild, yfirumsjón
Búningaumsjón á sýningum
Hljóðdeild, yfirumsjón
Sviðsdeild, yfirumsjón sýningar
Teymisstjóri leikmyndarframleiðslu
Leikmyndarframleiðsla, smiðir

Í sýningunni er sungið lagið Nessun dorma eftir Puccini, við texta eftir Hallgrím Ólafsson. Einnig lagið Ég er kominn heim eftir Emmerich Kálmán, texti: Jón Sigurðsson.

Í sýningunni er vitnað í nokkrar ljóðlínur úr kvæði Steins Steinarr, Tímanum og vatninu.

Aðvörun fyrir viðkvæma: Notuð eru leifturljós í sýningunni.

Nangíjala
Undirbúningur sýningar
Kynnngarstikla
Söngtextar
TÓMUR AÐ INNAN
TÓMUR AÐ INNAN

Tómur að innan
ekkert að finna
ég held ég hati mig
jafn mikið og ég elska þig
Elsku Júlía
hlaupum inn í nóttina
tökum pilluna
bara til að lifa
ó-ó

ÉG VILDI
ÉG VILDI

Ég vildi að þið vilduð mig ekki
Ég vildi óska að nafn mitt hefði gleymst
Að saga dauða míns og gjalda
Saga valdalausra barna
Væri ekki stærsta ástarsaga heims
Ég vildi’ ég gæti lánað ykkur augu
Svo þið gætuð séð það sem ég hef séð
Framtíð þyrnum stráð
Barist um af lífi og sál
Fyrir sögu þar sem ást er leyfileg
Hin stærsta fórn
Dró fáránleikan inn á svið
Því engin saga
Að fornu’ og nýju
Er sárari en af Rómeó og Júlíu
Það er svo gott að kunna’ að deyfa sig um stund
Það er svo gott að gleyma
Þegar höggin fara’ að dynja
Þá læt ég mig dreyma
Ég vildi að orð mín hefðu vægi
Ég vildi’ að sagan færi’ ekki’ alltaf í hring
Því það sem kom fyrir þig
Þarf að koma fyrir mig
Átök fortíðar þá eilíf afleiðing
Það er svo gott að kunna’ að deyfa sig um stund
Það er svo gott að gleyma
Þegar höggin fara’ að dynja
Þá læt ég mig dreyma

ÞÁ YRÐI ÉG FRJÁLS
ÞÁ YRÐI ÉG FRJÁLS

Ef ég færi ef ég færi eitthvert burt frá þeim
Þó ég kæmist þó ég kæmist aldrei aftur heim
Ef ég færi ef ég færi burt
Þá yrði ég frjáls
Þá yrði ég frjáls
En hvar myndi ég búa?
Ég veit ekki
Ég gæti dansað inn nýjan morgun
Ætli það ekki
Hverjum ætti ég að trúa? Fóstru?
Samt ekki
En ég kemst ekki
En ég kemst ekki út
Mér leiðist svo mikið að ég dey

KVIKSYNDI
KVIKSYNDI

Alltaf að leita að geislum
en sé ekkert ljós
þessi einmanaleiki kominn inn að rót
þarf bara einhverja hjá mér
sem að veitir mér ró
sem að gefur mér skjól
feta áfram veginn
bæði dag og nótt
hvenær kemur að því
að ég kalli þetta nóg
hvenær kemur að því
að ég fái mig saddan
þúsund mínus í kladdann
þúsund göt inn í hjartað
anda að mér blómum til að komast á flug
tíu fingur upp reyni að tala við guð
pillur til að lækka þetta suð
reyni þurrka mig burt
sautján þúsund stungusár sem safnast upp
sársauki í hjartanu sem fer ekki burt
endalausar hugsanir áverkar bólgin ský þrumukall
fastur í kviksyndi
Fastur í kviksyndi, eitraðar hugsanir
hverf oní malbikið, djöflarnir elta mig
en þú munt aldrei sjá mig fella tár
ég er með lokuð augun
opin sár
ég er í hvirfylbyl, jarðskjálfta
gemmér smá hvað hjálpa
með lokuð augun
pensillinn hann er auður
segðu mér satt muntu sakna mín þegar ég er dauður
fastur í kviksyndi
held þú munir aldrei skilja mig
taka fótsporin sem ég tek
þau fáu sem ég get
munt aldrei skilja hvernig það er að vera ég
hangandi á brúninni
horfandi niðrá við
hversu lengi myndi ég svífa oní malbikið
Með lokuð augun, pensillinn hann er auður
Segðu mér satt muntu sakna mín þegar ér dauður?

MOGADON
MOGADON

Mogadon er að kicka inn
vinnur sig undir skinnið
Stjörnurnar tala við mig
horfinní mig
himnaríki og helvíti
dansandi á línunni
ég er á ljóshraða
með djöflana
og englana
að hringspólast
La la la la lalala

OVERPROTECTED
OVERPROTECTED

Say hello to the girl that I am
You’re gonna have to see from my perspective
I need to make mistakes
Just to learn who I am
And I don’t wanna be so damn protected
There must be another way
‘Cause I believe in taking chances
But who am I t to do? God I need some answers
What am I to do with my life?
(You will find out don’t worry)
How am I supposed to know what’s right?
(I’m just trying to be okay)
I can’t help the way I feel
All my life has been so overprotected
I need time
I need space
I need love
I need me

EITTHVAÐ Í LOFTINU
EITTHVAÐ Í LOFTINU

Eitthvað í loftinu
hjartanu’ og holdinu
finnst sem ég sjái loksins ljós hérna í myrkrinu
Gerist af ástæðu
augnaráð alsælu
þú komst við mig og heimurinn fékk nýjar forsendur
hvert sem ég lít finnst mér sem ég sjái hana
ég snýst í hring eftir hring á ljóshraða
elskan þú ert dópið sem ég þarf
víma sem ég lifi ekki af
Júlía
Eitthvað í brosinu
Eitthvað svo kunnulegt
Hef ekki séð þig fyrr en hjartað veit samt hver þú ert
Eitthvað í loftinu
Sem ekki áður var
Ég held þú gætir verið það sem ég hef leitað að
Því að
Þú ert sú sem ég hugsa um
þegar ég loka augum
Þú ert sú sem að birtist
alltaf í mínum draumum
þú ert sú sem ég sakna
á kvöldin þegar rökkvar
þú ert sú sem að ég hugsa um
þú ert sú sem að ég hugsa um

HEITI KING
HEITI KING

Djöfull er hann sætur
Er hann sætari en ég?
Nei
En hann hefur samt
Eitthvað sem ég ekki hef
Rómeó og Júlía – Vó!
Það passar frekar vel!
Hann er pínu þunglyndur
En kannski líka ég
Treystu mér
Ég mun reynast trúrri en gálur
Sem láta ganga’ á eftir sér
Elskarðu mig?
Beibí þú munt játa á staðnum
Og vilja giftast mér
Og ef þér finnst ég auðveld bráð
Skal ég láta þig finna
Svo mikla eftirsjá
Sverðu eið við þína sál
Þú ert fullkominn gripur
Ég lofa’ að trúa þá
Rómeó
Rómeó
Rómeó
(Smoke me bitch)
Rómeó
Rómeó
Rómeó
(Sleikur)
Rómeó
Rómeó
Rómeó
(Heiti King)
Rómeó
Rómeó
Rómeó
(Elska þig elska þig, þú ert bitch)
Númer 1
Þú bíður mér á deit
Höldumst í hendur og dettum í sleik
Númer 2
Við förum í bröns
Binchum á Netflix, þú kemur með mönns
Númer 3
Ég lofa að vera true
Heitur King í vasanum – það ert þú
Númer four
Dryhump on the dancefloor
I’m a bitch I’m a boss and I just want more
Númer 5
Ég hleypi þér inn
Rómeó það er vilji minn
Sex
Þú í heiminn minn leggst
Stynur er ástin á milli okkar vex
Númer 7
Elskan mín bara við tvö
Númer 8
Föðmumst á milli drátta
Númer 9
Ég gef þér tíu stig!
Hent’essu nafni og taktu mig!

NANGÍJALA
NANGÍJALA

ef að ég vil hverfa viltu fylgja mér
yfir móðuna inní óvissuna
burt frá þessum heimi bara þú og ég
fljúgum yfir heiminn út að heimsenda
kannski bíður okkar annar heimur þar
norðurljós, flugeldar
elskumst þar til við sjáum í stjörnurnar
ég og þú, á felustað
ef ég dey í nótt
vil ég þú sért það síðasta sem ég sé
ef ég fuðra upp
þá vil ég brenna upp til agna’ í faðmi þér
tilfinning sem ég hef aldrei upplifað
tilbúinn að leggja allt á línuna
hvað mun gerast þegar hjörtun hætta’ að slá
ástin er að spyrja ekki spurninga
samferða ég skal fylgja þér
ef þú stekkur þá stekk ég
hoppum niður hundrað metra ferðalag
hrædd við sársaukann en ég treysti þér
ef ég dey í nótt
vil ég þú sért það síðasta sem ég sé
ef ég fuðra upp
þá vil ég brenna upp til agna’ í faðmi þér
Sjáumst seinna, eða hvað
ég hef aldrei skilið það
hvert við förum þegar hjörtun hætta að slá
þegar takkinn er á af en ekki á
sjáumst við
í öðru lífi
Nangíjala í himnaríki
þögul bæn sem ég fer með í nóttinni
þú ert farin en samt ávarpa ég þig
ef þú ferð í nótt
mun ljósið sem var líf þitt hverfa’ í skuggana
ef þú deyrð í nótt
þá mun ég sitja einn eftir með sorgina
hata hvað þú þurftir að vera heimskur
elska þig þó þú sért ekki hérna lengur
ég mun aldrei ná utan um verkinn þinn
þú munt aldrei finna missinn sem ég finn
og þó ég trúi á enga guði
held ég samt að það sé til eitthvað
einhver orka sem þú skildir eftir hérna
kannski er þetta það sem sumir kalla engla
Góða nótt elsku vinkona
Ég mun tala’ um þig svo þú lifir af
Og allar gersemarnar sem þú skildir eftir
Skal ég raða upp í hilluna
Ég er ekki sár, ég vil þú vitir það
Því ég veit hvað það er vont að vera manneskja
Og að brennd börn forðast ekki alltaf eldinn
Bálið verður vinalegt í kuldanum á kvöldin
En þó þú fuðrir upp
Þá verður alltaf hluti af þér eftir
Því ég er eftir
Og þó þú farir burt
Þó þú haldir áfram flóttanum þá verða leyndarmálin þín þó áfram undir koddanum
Ég segi’ engum
Ég lofa
Ég skal vera vakandi á meðan þú munt sofa

„Í falli hverrar konu leynist karlmannshjarta smátt.“

Rómeó og Júlía

Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur orðið ágeng. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða valdið þér eða þínum uppnámi, midasala@leikhusid.is.

Aðvörun  – kveikjumerking (e. trigger warning)
Næstu sýningar
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími