/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Harpa Rún Kristjánsdóttir

/

Harpa Rún Kristjánsdóttir starfar við sauðfjárbúsakp og bókaútgáfu. Hún lauk BA- og MA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og fékkst í kjölfarið við kennslu þar og víðar. Hún hefur starfað við ritstörf, ritstjórn og útgáfu frá árinu 2015, birt fræðigreinar og skrifað pistla fyrir Rás 1. Hún tók þátt í samskotaverkinu Einangrun með Lakehouse hópnum árið 2021. Fyrsta ljóðabók hennar, Edda, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Ljóð hennar hafa einnig birst í ljósmyndabókum, tímaritum og á listasýningum. Fyrsta skáldsagnaþýðing hennar kom út árið 2021 og hlaut styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Harpa Rún þýðir ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni Rómeó og Júlíu fyrir Þjóðleikhúsið.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími