Jón Magnús Arnarsson útskrifaðist úr leikara- og performansdeild The Commedia School 2013 og nam ritlist við HÍ. Hann er einn þriggja höfunda Eddu sem Þjóðleikhúsið sýnir í vetur og þýddi hér Rómeó og Júlíu ásamt Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Eftir útskrift skrifaði Jón Magnús tvo einleiki sem hann flutti á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri. Hann er einn af stofnendum hópsins Golden Gang Comedy sem staðið hefur fyrir uppistandi í Reykjavík. Hann var einn af forsvarsmönnum fjöllistahátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival. Jón Magnús er fyrrum Íslandsmeistari í ljóðaslammi (poetry slam) og tekur þátt í virtum alþjóðakeppnum í þeirri list. Einnig rappaði hann árum saman undir listamannsnafninu Vivid Brain. Fyrsta leikrit hans, Tvískinnungur, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 2018.
Starfsfólk Þjóðleikhússins