/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Nanna MBS

/

Nanna MBS útskrifaðist úr OCAD University í Toronto í Kanada árið 2018 og vann þar heiðursverðlaun Integrated Media-brautarinnar fyrir lokaverkefni sitt. Hún starfar sem margmiðlunarlistamaður í Berlín, Toronto og á Íslandi. Hún hefur unnið við myndbandahönnun í leikhúsum víða um Evrópu, m.a með Þorleifi Erni Arnarssyni við uppsetningu verka í Þjóðleikhúsinu í Ósló og Volksbühne í Berlín. Samhliða því að starfa sem myndbandshönnuður fyrir leikhús hefur hún síðastliðin ár unnið við leikmyndagerð fyrir kvikmyndir auk þess að vera sjálfstætt starfandi listamaður. Hún hannar myndband fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími