fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Atli Rafn Sigurðarson

/

Atli Rafn leikur í Shakespeare verður ástfanginn, Englinum og Útsendingu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Atli Rafn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Síðan þá hefur hann farið með fjölda hlutverka við Þjóðleikhúsið, en hefur einnig leikið með ýmsum leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. 

Meðal nýlegra verkefna Atla Rafns í Þjóðleikhúsinu eru Jónsmessunæturdraumur, Sjálfstætt fólk, Englar alheimsins, Jónsmessunótt, Macbeth, Svartur hundur prestsins, Dagleiðin langa, Lér konungur, Allir synir mínir, Gerpla, Óhapp og Leg.

Meðal annarra hlutverka hans hér eru Fyedka í Fiðlaranum á þakinu, Marsellus í Hamlet, Valtýr í Kaffi, Jónatan í Bróður mínum Ljónshjarta, Angel í söngleiknum RENT, fiðlungurinn og Mikael höfuðengill í Gullna hliðinu, Lísander í Draumi á Jónsmessunótt, Brimir í Bláa hnettinum, Samúel í Laufunum í Toscana, Valvert og fleiri hlutverk í Cyrano frá Bergerac, Baddi í Halta Billa, Magnús í söngleiknum Með fullri reisn, Kjartan í Pabbastrák, Lilli klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi, Jón Guðni í Þetta er allt að koma, F1 og Litli Louis í Edith Piaf, Marteinn Einarsson í Öxinni og jörðinni, Kjartan í Grjóthörðum, Halldór Laxness í Halldóri í Hollywood og Brown lögregluforingi í Túskildingsóperunni. Atli var einn þriggja handritshöfunda í Sjálfstæðu fólki.

Atli Rafn lék titilhlutverkið í Axlar-Birni og í Kommúnunni hjá Vesturporti, í Eilífri óhamingju hjá Hinu lifandi leikhúsi, Músum og mönnum í Loftkastalanum og Shopping & Fucking á vegum EGG-leikhússins í Nýlistasafninu.

Atli Rafn leikstýrði Djöflaeyjunni, og var einn handritshöfunda sýningarinnar, Heimkomunni og Frida … viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði einnig Brák á Söguloftinu í Landnámssetrinu.

Atli Rafn hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mýrinni. Hann hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn í Lé konungi og var tilnefndur fyrir leik sinn í Englum alheimsins, Grjóthörðum, Legi, Halldóri í Hollywood og Eilífri óhamingju. Hann hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir leik sinn í Englum alheimsins.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

virka daga frá klukkan 14 til 18 og til 20 á sýningardögum.
Um helgar er opið 11 til 20.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími