/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Atli Rafn Sigurðarson

Leikari
/

Atli Rafn Sigurðarson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1997. Hann hefur farið með fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum. Í vetur leikur hann hér í Eddu, Múttu Courage, Frosti og Draumaþjófnum. Hann lék hér nýlega í Rómeó og Júlíu og Framúrskarandi vinkonu. Hann leikstýrði Djöflaeyjunni, Heimkomunni og Frida… viva la vida í Þjóðleikhúsinu og Brák á Söguloftinu. Hann var meðal handritshöfunda í Sjálfstæðu fólki og Djöflaeyjunni. Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Mýrina, Grímuna fyrir Lé konung, Menningarverðlaun DV fyrir Engla alheimsins og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Engla alheimsins, Grjótharða, Leg, Halldór í Hollywood og Eilífa óhamingju.

 

 

 

 

Nánar um feril:

Atli Rafn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1997. Síðan þá hefur hann farið með fjölda hlutverka við Þjóðleikhúsið, en hefur einnig leikið með ýmsum leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum.

Í vetur leikur hann í Rómeó og Júlíu, Framúrskarandi vinkonu og Án titils í Þjóðleikhúsinu.

Meðal nýlegra verkefna Atla Rafns í Þjóðleikhúsinu eru Shakespeare verður ástfanginn, Engilinn, Útsending, Jónsmessunæturdraumur, Sjálfstætt fólk, Englar alheimsins, Jónsmessunótt, Macbeth, Svartur hundur prestsins, Dagleiðin langa, Lér konungur, Allir synir mínir, Gerpla, Óhapp og Leg.

Meðal annarra hlutverka hans hér eru Fyedka í Fiðlaranum á þakinu, Marsellus í Hamlet, Valtýr í Kaffi, Jónatan í Bróður mínum Ljónshjarta, Angel í söngleiknum RENT, fiðlungurinn og Mikael höfuðengill í Gullna hliðinu, Lísander í Draumi á Jónsmessunótt, Brimir í Bláa hnettinum, Samúel í Laufunum í Toscana, Valvert og fleiri hlutverk í Cyrano frá Bergerac, Baddi í Halta Billa, Magnús í söngleiknum Með fullri reisn, Kjartan í Pabbastrák, Lilli klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi, Jón Guðni í Þetta er allt að koma, F1 og Litli Louis í Edith Piaf, Marteinn Einarsson í Öxinni og jörðinni, Kjartan í Grjóthörðum, Halldór Laxness í Halldóri í Hollywood og Brown lögregluforingi í Túskildingsóperunni. Atli var einn þriggja handritshöfunda í Sjálfstæðu fólki.

Atli Rafn lék titilhlutverkið í Axlar-Birni og í Kommúnunni hjá Vesturporti, í Eilífri óhamingju hjá Hinu lifandi leikhúsi, Músum og mönnum í Loftkastalanum og Shopping & Fucking á vegum EGG-leikhússins í Nýlistasafninu.

Atli Rafn leikstýrði Djöflaeyjunni, og var einn handritshöfunda sýningarinnar, Heimkomunni og Frida … viva la vida í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði einnig Brák á Söguloftinu í Landnámssetrinu.

Atli Rafn hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Mýrinni. Hann hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn í Lé konungi og var tilnefndur fyrir leik sinn í Englum alheimsins, Grjóthörðum, Legi, Halldóri í Hollywood og Eilífri óhamingju. Hann hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir leik sinn í Englum alheimsins.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími