Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann er í listrænu teymi Þjóðleikhússins og leikstýrir hér í vetur Rómeó og Júlíu og Án titils. Áður leikstýrði hann hér Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Hann hlaut þýsku leiklistarverðlaunin Fástinn fyrir leikstjórn á Eddu og Pétur Gautur var verðlaunuð af Nachtkritik-Theatertreffen. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins og Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.
Nánar um feril:
Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann hefur nú gengið til liðs við listrænt teymi Þjóðleikhússins og leikstýrir hér í vetur Rómeó og Júlíu og Án titils.
Áður leikstýrði Þorleifur í Þjóðleikhúsinu Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Meðal leikstjórnarverkefna hans í hinum þýskumælandi heimi eru Lér konungur og Mutter Courage í Staatstheater Konstanz, Meistarinn og Margaríta í Landestheater Tübingen, Pétur Gautur og Grimm hjá Luzerner Theater, Rómeó og Júlía, Óþelló og Die Kontrakte des Kaufmanns í Theater St. Gallen, Leðurblakan, La Bohème og Lohengrin í óperuhúsinu í Augsburg, Guðdómlegi gleðileikurinn og Rómeó og Júlía í Staatstheater Mainz, Pétur Gautur, La Bohème og Túskildingsóperan í Hessische Staatstheater Wiesbaden, Sigfried í Staatstheater Karlsruhe, Edda, Hamlet og Macbeth í Schauspiel Hannover, Die Räuber og Im Irrgarten des Wissens hjá Theater Basel og Ódysseifskviða og Oreisteia hjá Volksbühne Berlin. Í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Osló setti hann upp Villiöndina og Fjandmann fólksins.
Hann setti upp Eilífa hamingju og Elífa óhamingju á vegum Hins lifandi leikhúss í Borgarleikhúsinu. Fyrrnefnda sýningin var sýnd á leikför í Maxim-Gorki Theater í Berlín. Hann leikstýrði Sveinsstykki, einleik Arnars Jónssonar, í Loftkastalanum í samstarfi við Hið lifandi leikhús.
Þorleifur hlaut eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands, Fástinn fyrir leikstjórn á Eddu. Pétur Gautur var valin besta þýskumælandi sýning ársins á Nachtkritik-Theatertreffen. Leiksýning Þorleifs Njála hlaut tíu Grímuverðlaun og Guð blessi Ísland var tilnefnd til níu verðlauna. Þorleifur hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leikverkin Eilífa hamingju og Eilífa óhamingju.