fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigurður Sigurjónsson

/

Sigurður leikur í Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu og Útsendingu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.

Sigurður Sigurjónsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1976.

Sigurður hefur farið með fjöldamörg veigamikil hlutverk í Þjóðleikhúsinu í leikverkum af ólíku tagi, dramatískum verkum, gamanleikritum, barnaleikritum og söngleikjum. Hann lék í Þjóðleikhúsinu um árabil frá því hann lauk prófi frá LÍ og er nú aftur kominn á fastan samning í leikhúsinu.

Sigurður lék hér nýlega í Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Maður sem heitir Ove, Óvini fólksins, sirkussöngleiknum Slá í gegn, Móðurharðindunum, Umhverfis jörðina á 80 dögum og Fjalla-Eyvindi. Hann var jafnframt annar handritshöfunda í Umhverfis jörðina á 80 dögum.

Meðal annarra hlutverka Sigurðar hér má nefna Kalla í Stalín er ekki hér, Árna í Stundarfriði, Amadeus í samnefndu verki, Vlas í Sumargestum, Ragga í Bílaverkstæði Badda, aðalhlutverk í gamanleikjunum Skvaldri, Með vífið í lúkunum og Kjaftagangi, Thénardier í Vesalingunum og Benna Southstreet í Gæjum og píum, Dofrann í Pétri Gaut, Sigurð Pétursson í Gleðispilinu, Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi, Berg í Hafinu, Jónas í Ferðalokum, Ranúr í Gauragangi og Martini í Gaukshreiðrinu, Filip Gelburt í Glerbrotum, Sganarelle í Don Juan, séra Jens í Nönnu systur, Gregers Werle í Villiöndinni, Asdak og fleiri hlutverk í Krítarhringnum í Kákasus, Ragueneau bakarameistara í Cyrano frá Bergerac, Hubert í Lífinu þrisvar sinnum, Alfreð í Allir á svið og F2 og Albert í Edith Piaf.

Sigurður hefur leikið í fjölmörgum íslenskum kvikmyndum og í sjónvarpi, meðal annars með Spaugstofunni. Nú síðast lék hann í verðlaunamyndinni Hrútum.

Á síðari árum hefur Sigurður snúið sér í auknum mæli að leikstjórn.

Hér í Þjóðleikhúsinu leikstýrði Sigurður Hafinu, Gamansama harmleiknum, Manni í mislitum sokkum, Glanna glæp, Dýrunum í Hálsaskógi og Sitji Guðs englar.

Hann leikstýrði Hellisbúanum í Íslensku óperunni og Sniglaveislunni hjá Leikfélagi Akureyrar, en sýningin var síðar á fjölum Iðnó.

Sigurður hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Undir trénu og Hrútum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Maður sem heitir Ove.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

virka daga frá klukkan 14 til 18 og til 20 á sýningardögum.
Um helgar er opið 11 til 20.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími