fbpx
Bjarni Jónsson
Út að borða með Ester
Hádegisleikhúsið
SVIÐ
Kjallarinn
Lengd
25 mín
Verð
3.900 kr.
Út að borða með Ester

Drepfyndið nýtt verk eftir eitt af okkar reyndustu leikskáldum, Bjarna Jónsson. Haukur og Ester hafa verið búsett á Kanarí en eru nú strand á Íslandi. Þau fara saman út að borða í hádeginu en Ester er orðin vegan og á afar erfitt með að losa sig við eitt og annað úr fortíðinni. Hádegisverðurinn fer úr böndunum.

Skelltu þér í leikhús í hádeginu!

Hádegisleikhúsið tekur til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.

25. mínútna leiksýning og léttur hádegisverður á 3.900 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð.

Í hádegisleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk verk sem valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. 247 leikrit eftir fjölda framúrskarandi höfunda bárust í samkeppnina og voru fjögur þeirra valin til sýninga á þess leikári. Verkin verða sýnd í hádeginu á virkum dögum og þau tekin upp sýnd í Sunnudagaleikhúsi RÚV á næsta ári.

Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á milli kl. 12.00 og 12.15. Leiksýningin hefst kl. 12:15 og tekur um hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu.

Leikarar
Listrænir stjórnendur
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími