Dansari
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi og víðar. Hann starfar nú við Þjóðleikhúsið og leikur í Taktu flugið, beibí! og Frosti í vetur. Hann lék hér í Eddu, Múttu Courage, Íslandsklukkunni, Sem á himni, Rómeó og Júlíu, Ég get, Kardemommubænum og Slá í gegn. Hann sá um sviðshreyfingar í Eddu og Ást Fedru, og var annar danshöfunda í Rómeó og Júlíu. Hann nam danslist við ENA og ISA á Kúbu og hefur dansað í fjölda verkefna, meðal annars hjá ÍD, Danza Espiral, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Hann kennir við Klassíska listdansskólann og hefur m.a. kennt við Salsa Iceland. Hann var tilnefndur sem leikari og dansari fyrir Óður og Flexa á Sögum og Grímunni. Hann hlaut Grímuna sem annar höfunda sviðshreyfinga í Rómeó og Júlíu.