/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

/

Dansari

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi, í Mexíkó og víðar. Í vetur leikur hann í Rómeó og Júlíu, þar sem hann er jafnframt danshöfundur, Sem á himni, Ég get og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu, en hann dansaði fyrst hér í Slá í gegn. Hann nam danslist við EVA og ISA á Kúbu og hefur dansað í fjölda verkefna, meðal annars hjá Íslenska dansflokknum, Danza Espiral, Borgarleikhúsinu og Íslensku óperunni. Hann hefur m.a. kennt dans við Klassíska listdansskólann, Salsa Iceland og Dans fyrir alla. Hann hlaut tilnefningu sem leikari ársins og dansari ársins fyrir verkið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri á Sögum verðlaunahátíð barnanna og Grímunni.

Nánar um feril:

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi, í Mexíkó og víðar. Hann nam við Escuela Vocacional de Arte – EVA, Escuela Nacional De Arte – ENA og Instituto Superior de Arte – ISA, þaðan sem hann lauk námi árið 2011.

Í vetur leikur hann í Rómeó og Júlíu, þar sem hann er jafnframt danshöfundur, Sem á himni, Ég get og Kardemommubænum.

Camilo hefur dansað í nokkrum verkefnum hjá Íslenska dansflokknum, The Great Gathering, At dusk, we embrace, Óður og Flexa: Rafmagnað Ævintýri, The Best of Darkness, Piece no. 1 og Þel. Hann starfaði einnig um hríð með danshópnum Danza Espiral. Hann samdi og flutti dansverkin Inanna og Ereskigal og Oggun og Freyja (ásamt Önnu Richarsdóttur). Hann samdi og dansaði í RITMO hjá FWD Youth Company. Í Þjóðleikhúsinu hefur Camilo dansað í söngleiknum Slá í gegn og leikið og dansað í Kardemommubænum. Hann lék og dansaði í söngleiknum Mamma Mia í Borgarleikhúsinu, La Traviata hjá Íslensku óperunni og Moulin Rouge í Hörpu og Hofi. Hann dansaði í dansverkinu Ég Býð Mig Fram 3, í Eurovision og á Airwaves. Hann hefur meðal annars kennt dans við Klassíska listdansskólann, Salsa Iceland, Point Dansstúdíó á Akureyri og Dans fyrir alla. Hann hefur komið fram sem dansari og starfað sem danshöfundur við Salsa Congress í ýmsum borgum. Hann hlaut tilnefningu sem leikari ársins og dansari ársins fyrir verkið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri á Sögum verðlaunahátíð barnanna og Grímunni.

 

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími