fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

/

Dansari

Ernesto Camilo Aldazábal Valdés hefur starfað sem dansari, danshöfundur og danskennari á Kúbu, Íslandi, í Mexíkó og víðar. Hann nam við Escuela Vocacional de Arte – EVA, Escuela Nacional De Arte – ENA og Instituto Superior de Arte – ISA, þaðan sem hann lauk námi árið 2011. Hann hefur dansað í nokkrum verkefnum hjá Íslenska dansflokknum, The Great Gathering, At dusk, we embrace, Óður og Flexa: Rafmagnað Ævintýri, The Best of Darkness, Piece no. 1 og Þel. Hann starfaði einnig um hríð með danshópnum Danza Espiral. Hann samdi og flutti dansverkin Inanna og Ereskigal og Oggun og Freyja (ásamt Önnu Richarsdóttur). Hann samdi og dansaði í RITMO hjá FWD Youth Company. Í Þjóðleikhúsinu hefur Camilo dansað í söngleiknum Slá í gegn og leikið og dansað í Kardemommubænum. Hann lék og dansaði í söngleiknum Mamma Mia í Borgarleikhúsinu, La Traviata hjá Íslensku óperunni og Moulin Rouge í Hörpu og Hofi. Hann dansaði í dansverkinu Ég Býð Mig Fram 3, í Eurovision og á Airwaves. Hann hefur meðal annars kennt dans við Klassíska listdansskólann, Salsa Iceland, Point Dansstúdíó á Akureyri og Dans fyrir alla. Hann hefur komið fram sem dansari og starfað sem danshöfundur við Salsa Congress í ýmsum borgum. Hann hlaut tilnefningu sem leikari ársins og dansari ársins fyrir verkið Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri á Sögum verðlaunahátíð barnanna og Grímunni.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími