/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Bríet Ísis Elfar

/

Bríet Ísis Elfar tekur þátt í sýningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu og er meðal höfunda tónlistar. Bríet hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Hún hlaut tilnefningu í sjö flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2021 og hlaut þrenn verðlaun, fyrir poppplötu ársins, sem textahöfundur ársins og söngkona ársins. Hún hlaut einnig fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum. Meðal vinsælustu laga hennar eru Rólegur kúreki, sem hefur fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify, og Esjan.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími