/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auður Finnbogadóttir

Dansari
/

Auður Finnbogadóttir útskrifaðist sem leikkona úr The American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles árið 2017. Við útskrift hlaut hún Charles Jehlinger Award sem besta leikkona árgangsins. Hún stundaði einnig nám við Ivana Chubbuck Acting Studio í Hollywood.

Auður tók þátt í fjölda leiksýninga og kvikmyndaverkefna í Los Angeles og hlaut verðlaun sem besta leikkona á kvikmyndahátíðinni Festigious Film Festival fyrir hlutverk sitt í myndinni No Surprises. Auður lék og dansaði í uppsetningu á söngleiknum We Will Rock You í Háskólabíói, lék í kvikmyndinni Gullregn og leikstýrir hjá Sönglist.

Auður tekur þátt í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu og aðstoðaði í Ástu og Rómeó og Júlíu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími