Ljósahönnuður, deildarstjóri ljósa
Jóhann Bjarni Pálmason nam ljósahönnun við Central School of Speech and Drama í London. Hann starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985-2008 og lýsti meðal annars La Chenerentola, Rakarann í Sevilla, Rigoletto og Carmina Burana. Hann hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikhús og leikhópa, meðal annars Íslenska dansflokkinn, Alþýðuleikhúsið, Pé leikhópinn, Frú Emilíu, Augnablik, Leikhópinn á Senunni og 10 fingur. Hann hannaði lýsingu í Hörpu m.a. fyrir Klassíkina okkar og 100 ára fullveldisafmæli. Meðal verkefna hans hér eru Eltum veðrið, Lára og Ljónsi, Hvað sem þið viljið, Nokkur augnablik um nótt, Ást og upplýsingar, Kópavogskrónika, Upphaf, Ör, Frida, Hart í bak og Leigjandinn, og hjá Leikfélagi Akureyrar Hart í bak, Undir berum himni, Sek og Lísa í Undralandi.