Lára og Ljónsi - jólasaga

Lára og Ljónsi – jólasaga

Geysivinsæl sýning á aðventunni
SVIÐ
Litla sviðið
Verð
4.200
Lengd
um 45 mín.

Hvað getur hafa orðið af Ljónsa?

Þessi nýja leiksýning, byggð á geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa, yljaði ungum sem eldri áhorfendum um hjartað á aðventunni árin 2021 og 2022 og sýningarnar seldust upp á svipstundu.

Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.

 

Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?

Bækur Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa njóta ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum, og nú birtast þessar ástsælu persónur í fyrsta sinn á leiksviði. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna.

Sýningar eru á Litla sviði Þjóðleikhússins við Lindargötu.

Hér er á ferðinni krúttleg tæp klukkustund í góðum félagsskap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn.

SJ, Fbl.

Ævintýrin sem allir krakkar elska

 

Fyrstu Láru-bækurnar komu út árið 2015, Lára lærir að hjóla og Lára fer í flugvél, og slógu eftirminnilega í gegn. Síðan þá hafa komið tvær nýjar sögubækur um þau Láru og Ljónsa á hverju ári, auk bendibókanna Lára og Ljónsi sem henta allra minnstu lesendunum. Krakkar eiga að geta samsamað sig við Láru, vini hennar og fjölskyldu. Enginn er fullkominn og Lára getur sannarlega verið óþekk eða gert ýmis mistök. Í Lárubókunum er gjarnan að finna sögur úr raunveruleikanum, eitthvað sem þeim fullorðnu finnst hversdagslegt en börnum finnst vera stórkostlegt ævintýri.

Lárubækurnar og jólasöngbók Birgittu eru til sölu í leikhúsinu.

Aldursviðmið: 2ja til 6 ára

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikgerð og leikstjórn
Leikmynd og búningar
Tónlist
Hljóðhönnun
Myndbandshöfundur

Aðrir aðstandendur sýningarinnar

Sýningarstjórn og umsjón
Tæknistjórn á sýningum
Teikningar
Leikgervadeild, yfirumsjón
Búningadeild, yfirumsjón
Leikmunadeild, yfirumsjón
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
Aðstoð við leikmuni

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími