![Lára og Ljónsi - jólasaga](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/Lára-og-Ljónsi_synmynd-20x16.png)
Lára og Ljónsi – jólasaga
Hvað getur hafa orðið af Ljónsa?
Leiksýning byggð á geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa, sem hefur nú yljað ungum sem eldri áhorfendum um hjartaræturnar á aðventunni þrjú ár í röð. Sýningar hafa selst upp á svipstundu.
Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?
Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/Birgitta_Gói-20x13.jpg)
Hér er á ferðinni krúttleg tæp klukkustund í góðum félagsskap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn.
SJ, Fbl.
Myndbönd
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3375-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3325-1-e1640865942136-20x10.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3292-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3289-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3276-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3210-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3181-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3096-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3466-1-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/08/0M2A3337-20x13.jpg)