/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

María Th. Ólafsdóttir

Búningahöfundur
/

Búningahöfundur

María lauk BFA-námi frá Parsons School of Design árið 1991. Hún hefur gert búninga fyrir fjölda sviðsverka og sjónvarp. Verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu eru Shakespeare verður ástfanginn, Ronja ræningjadóttir, Slá í gegn,  Fjarskaland, Hleyptu þeim rétta inn, Ævintýri í Latabæ, Spamalot, Dýrin í Hálsaskógi, Vesalingarnir, Ballið á Bessastöðum, Oliver, Kardemommubærinn (2020 og 2009), Þrek og tár og West Side Story. Verkefni hennar í Borgarleikhúsinu eru Blíðfinnur, Gosi, Mary Poppins, Hamlet, Lína Langsokkur og Blái hnötturinn. María gerði búninga fyrir Don Giovanni, Rakarann frá Sevilla og Évgení Onegin í Íslensku óperunni. Hún gerði búninga fyrir Didó og Eneas og Poppeu hjá Sumaróperunni, Baldur hjá Íslenska dansflokknum, Óvita hjá Leikfélagi Akureyrar, Ávaxtakörfuna í þau þrjú skipti sem verkið hefur verið sett upp, Hárið og Hinn fullkomna jafningja í Gamla bíói, Skara skrípó, Á sama tíma að ári, Latabæ, Bangsimon, Benedikt Búálf, Grease og Bugsy Malone í Loftkastalanum, Banvænt samband á Njálsgötunni, Dísu ljósálf og Hafið bláa í Austurbæ, Góðar hægðir í Tjarnarbíói og Óþelló, Desdemónu og Jagó sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hún gerði búninga fyrir Lazytown Pirates sem sýnt var af Limelight Prod. í London.
María var búningahöfundur fyrir 85 Lazytown sjónvarpsþætti, sem hafa verið sýndir um allan heim, og voru framleiddir af Lazytown Productions.
María gerði búninga fyrir kvikmyndirnar Veggfóður, Cold Fever, Maríu og Ávaxtakörfuna.

María hlaut Grímuna fyrir Kardemommubæinn og Gosa. Hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir búninga sína í Évgení Onegin, Mary Poppins, Vesalingunum, Hamlet og Hafinu bláa.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími