Jón Stefán starfar í barna- og fræðsluteymi Þjóðleikhússins, er sýningastjóri á Litla sviðinu og hefur yfirumsjón með sýningum þar og kemur að vinnu við leikferðir Þjóðleikhússins.
Jón Stefán lauk leiklistarnámi frá ALRA (Academy of Live and Recorded Arts) árið 2008 og hefur starfað með ýmsum leikhópum í London og hérlendis.
Jón hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu frá 2012, einkum sem sýningarstjóri á minni sviðum og leikferðum, og sem sviðsmaður á Stóra sviðinu. Einnig hefur Jón leikið fjölda aukahlutverka í sýningum Þjóðleikhússins.
Um þessar mundir er Jón að læra Skapandi greinar í Háskólanum á Bifröst.