Edda

Edda

Edda í glænýrri gerð sem talar til okkar hér og nú
Leikstjórn
Þorleifur Örn Arnarsson
Frumsýnt
26. desember 2023
Svið
Stóra sviðið
Miðaverð
7250

Brennandi spurningar um samband manns og náttúru

Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans nálgast hér hugmyndaheim Eddukvæðanna á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar samtímans. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna.

Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.

Ný og fersk sýn á sagnaarfinn

 

Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarverðlaunum.  Uppsetning hans á Eddukvæðunum í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt, með nýju samverkafólki.

Sól tér sortna,
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími