Edda

Edda

Edda í glænýrri gerð sem talar til okkar hér og nú
Leikstjórn
Þorleifur Örn Arnarsson
Frumsýnt
26. des. ’23
Miðaverð
7250 kr.
2:45 eitt hlé

Brennandi spurningar um samband manns og náttúru

Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans nálgast hér hugmyndaheim goðafræðinnar í Eddu á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar samtímans. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna.

Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.

Arnar Jónsson nýtur sín til fullnustu í hlutverki Óðins. Guðrún S. Gísladóttir er sömuleiðis mögnuð sem Frigg, með því allra besta sem hún hefur gert hin síðari ár

MBL, Þ.T.

Ný og fersk sýn á sagnaarfinn

 

Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarverðlaunum.  Uppsetning hans á Eddunni í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt, með nýju samverkafólki.

 

Kveikjuviðvörun (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

 

 

Textun / Captioning – Umræður

This season we offer captioning in English for the 7th performance of productions on our Main Stage. 

6. sýning – umræður eftir sýningu.
7. sýning – textun á ensku og íslensku.

Námskeið í tengslum við sýninguna

Boðið verður upp á námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna. Námskeiðið hefst 28. nóvember. Sjá nánar á vef EHÍ.

 

 

 

Þetta er æðislegt leikhús!

TMM, S.A.

Myndbönd

Stikla

Sól tér sortna,
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur.

Leikarar

Edda er stórbrotin sýning um örlög manna og guða, um upphaf heims og endalok.

RÚV, Víðsjá. N.A.

Listrænir stjórnendur

Egill Andrason er starfsnemi og nemandi við LHÍ.

Í sýningunni eru flutt brot úr lögum úr ýmsum áttum, m.a. úr Piano Burning (clipping), Baby One More Time (Britney Spears), Tveimur stjörnum (Megas), Ást (Magnús Þór Sigmundsson, Sigurður Nordal), Singin’ in the Rain (Nacio Herb Brown, Arthur Freed).

 

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn
Aðstoðarmaður leikstjóra
Hljóðstjórn
Hljóðmaður á sviði
Búningadeild, yfirumsjón
Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Leikmunir, yfirumsjón
Leikmunir, aðstoð
Tæknileg útfærsla og smíði leikmyndar
Málmsmíði
Leiksviðsstjóri
Sviðsdeild, yfirumsjón sýningar

Umsjón með skjátextum á 7. sýningu: Júlíana Kristín Jóhannsdóttir. Höfð var hliðsjón af þýðingu Henry Adams Bellows á Völuspá.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími