/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Egill Andrason

/

Egill Andrason stundar nám við Listaháskóla Íslands á sviðshöfundabraut og útskrifast vorið 2024. Hann tekur þátt í sýningu Þjóðleikhússins á Eddu sem tónlistarmaður, annar höfunda tónlistar og einn af höfundum hljóðmyndar. Hann hefur áður unnið að tveimur verkefnum fyrir Þjóðleikhúsið, samdi söngleikinn Höfðingjabaráttuna fyrir Þjóðleik og lék í og tók þátt í að semja sýninguna Heimsendingu með Listahópnum Trúnó. Hann kom að tónlistarstjórn og tónlistarflutningi í sýningunni Fúsa í Borgarleikhúsinu sem starfsnemi. Hann lék  í Gullna hliðinu og Núnó og Júníu hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann er meðal þátttakenda og einn höfunda tónlistar og texta í Teenage Songbook of Love sem sýnt hefur verið hér á landi og víða erlendis á undanförnum fjórum árum. Egill er spunapíanóleikari Improv Íslands. Hann var sumarlistamaður Akureyrarbæjar árið 2023.

 

 

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími