/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

María Thelma Smáradóttir

/

María Thelma leikur í Meistaranum og Margarítu og Vloggað um tilvistina í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020, auk þess sem hún leikur í samstarfsverkefninu Velkomin heim, sem hún jafnframt skrifaði

María Thelma Smáradóttir útskrifaðist sem leikari frá sviðslistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. 

Í Þjóðleikhúsinu hefur hún leikið í Risaeðlunum og Ég get, og samstarfsverkefninu Velkomin heim sem hún skrifaði sjálf.

Hún lék í sjónvarsþáttaröðinni Föngum og hefur verið andlit ýmissa auglýsingaherferða. 

Hún fór með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti danska leikaranum Mads Mikkelsen. 

María Thelma var tilnefnd til Grímunnar í flokknum Sproti ársins fyrir Velkomin heim.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími