/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Vala Fannell

Verkefnisstjóri samfélagsmála
/

Verkefnisstjóri samfélagsmála

Vala Fannell er verkefnisstjóri samfélagsmála í Þjóðleikhúsinu.

Vala lærði leiklist og leikstjórn í London á árunum 2009-2014. Að því loknu stofnaði hún sitt eigið leikhúsfyrirtæki þar sem hún framleiddi og leikstýrði eigin verkefnum. Þá hóf einning störf við kennslu bæði í leiklist og leikstjórn til BA gráðu við dótturskóla Kingston University sem hún sinnti í fjögur ár. Í því starfi tók Vala einnig þátt í enduruppbyggingu námsferla skólans. Árið 2018 fluttist Vala aftur heim til Íslands og tók við kennslustöðu við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar og tók þar þátt í að byggja upp Leikfélag unga fólksins hjá Leikfélagi Akureyrar. Skömmu síðar hóf hún störf hjá Menntaskólanum á Akureyri sem verkefnastjóri sviðslistabrautar þar sem hún sá um uppbyggingu nýrrar kjörsviðsbrautar og hóf þar kennslu 2020. Haustið 2020 hóf hún meistaranám í listkennslufræðum við LHÍ og leikstýrði á því starfsári fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar sem var frumsýndur í byrjun mars 2021. Hún hefur einnig leikstýrt ýmsum áhugasýningum í Reykjavík og á Norðurlandi. Vorið 2023 fluttist Vala til Reykjavíkur og starfar nú sem verkefnastjóri samfélagsmála hjá Þjóðleikhúsinu.

Vala Fannell studied acting and directing in London between 2009-2014. After graduation she founded a theatre company and spent the next 4 years producing and directing her own productions. 2018 Vala returned to Iceland and moved to Akureyri in the north of Iceland. There she developed and started a 3 year theatre course within a high school, based around the theatre as a whole rather than an acting course. In 2020 she directed a musical production for kids and families named Benedikt Búálfur at The Akureyri City Theatre, awarded the Icelandic Edda prize. Late 2022 Vala moved to Reykjavík and started her work at the National theatre of Iceland as education and community project leader.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími