/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Karen Briem

/

Karen Briem hefur starfað við búningahönnun fyrir ólíka miðla. Hún gerir búninga fyrir Eddu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur hannað búninga fyrir nokkrar sýningar Þorleifs Arnar Arnarssonar leikstjóra, m.a. Parsifal í Staatsoper Hannover, Temple of Alternative Histories í Staatstheater Kassel, Der Sturm í Burgtheater Wien og Ódysseifskviðu í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Hún hannaði meðal annars búninga fyrir sjónvarpsþáttaraðirnar Kötlu og Ófærð 3. Karen er uppalin í Mexíkó og á Íslandi og sækir innblástur til menningar beggja landa. Í búningahönnun sinni leggur hún áherslu á endurnýtingu og hún tekur virkan þátt í búningagerðinni sjálfri. Karen hannaði búninga Hatara þegar hljómsveitin tók þátt í Eurovision.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími