/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hallgrímur Ólafsson

Leikari
/

Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Ást Fedru, Eddu og Eltum veðrið. Hann lék hér m.a. í Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

 

Nánar um feril:

Nám:

BFA gráða frá Listaháskóla Íslands árið 2007.

Þjóðleikhúsið:

Lék m.a. Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Atómstöðinni, Kardemommubænum, Útsendingu, Slá í gegn, Svartalogni, Einræðisherranum, Súper, Loddaranum, Samþykki, Risaeðlunum, Fjarskalandi, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Horft frá brúnni, Móðurharðindunum, Sporvagninum Girnd, Hleyptu þeim rétta inn, Leitinni að jólunum og Ævintýrum í Latabæ.

Aðstoðarmaður leikstjóra í Fjalla-Eyvindi.

Borgarleikhúsið:

Lék m.a. í Fólkinu í blokkinni, Fló á skinni, Gauragangi, Elsku barni, Fólkinu í kjallaranum, Fanný og Alexander, Fjölskyldunni, Mary Poppins, Strýhærða Pétri, Refnum, Óskasteinum, Hótel Volkswagen og Gullregni.

Leikfélag Akureyrar:

Lék m.a. í Óvitum og Ökutímum.

Sjónvarp og kvikmyndir:

Lék m.a. í Gullregni, Agnes Joy, Fangavaktinni, Heimsenda, Rétti, Bakk og Stelpunum.

Verðlaun og viðurkenningar:

Grímuverðlaunin fyrir leik í Íslandsklukkunni. Tilnefndur til Grímunnar fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími