/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Andri Unnarson

/

Andri Unnarson er hönnuður og listamaður sem starfar mestmegnis með textíl. Andri er sjálfbærnihönnuður búninga í Þjóðleikhúsinu í Eddu í vetur. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og MA-gráðu frá Det Kongelige Akademi í Danmörku, með áherslu á endurnýtingu hráefna úr nærumhverfi. Hann vinnur að þróun aðferða hvað varðar endurnýtingu textíls á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn. Verk eftir Andra hafa verið sýnd á Hönnunarmars og Copenhagen Fashion Week, ásamt útstillingum í Magasin Du Nord og Riises Landsted. Undanfarið hefur hann í samstarfi við Karen Briem þróað stöðu sjálfbærnihönnuðar búninga innan atvinnuleikhúsa í sýningunum Temple of Appropriated Histories í Staatstheater Kassel, Parsifal í Staatsoper Hannover og núna Eddu í Þjóðleikhúsinu. Andri hefur einnig hannað sviðsklæðnað fyrir íslenskt tónlistarfólk, svo sem Hatara og Reykjavíkurdætur.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími