/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari
/

Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hann leikur í Jólaboðinu, Framúrskarandi vinkonu og Kafbáti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Tárum úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn og var tilnefndur fyrir Föðurinn, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

 

Nánar um feril:

Þröstur Leó lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum.

Þröstur Leó var ráðinn til starfa hjá LR við útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka, meðal annars í Degi vonar, Kjöti, Þrúgum reiðinnar, Dökku fiðrildunum, Íslensku mafíunni, Hinu ljósa mani og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék á síðari árum í Svari við bréfi Helgu, Góa og baunagrasinu, Eldfærunum, Fanný og Alexander, Vestrinu eina, Heima er best, Fólkinu í kjallaranum, Nei ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Fló á skinni og Ofviðrinu.

Þröstur Leó hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Ivanov, Þetta er allt að koma, Ástin er diskó, Koddamanninum, Bakkynjum, Edith Piaf, Í hvítu myrkri, Kennarar óskast, Fiðlaranum á þakinu, Grandavegi 7, Solveigu, Brúðuheimilinu, Önnu Kareninu, Viktoríu og Georg, Allir á svið og Dýrunum í Hálsaskógi. Meðal nýlegra sýninga hans hér eru Hleyptu þeim rétta inn, ≈ [um það bil], Fjarskaland, Faðirinn, Hafið,  Einræðisherranum, Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu og Kafbáti.

Þröstur lék einleikinn Bless, fress í Loftkastalanum. Hann lék í Ökutímum hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék í Killer Joe á vegum Skámána.

Þröstur hefur leikið í mörgun kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa. Hann lék meðal annars í Eins og skepnan deyr, Kaldri slóð, Brúðgumanum, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam, 101 Reykjavík, Hafinu, Djúpinu og Harry og Heimi.

Þröstur Leó leikstýrði Við borgum ekki, við borgum ekki, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu og Gísla á Uppsölum hjá Kómedíuleikhúsinu.

Þröstur Leó hlaut Grímuverðlaunin fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum og Koddamanninum. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Föðurnum, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2009.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími