Kafbátur

Kafbátur

Barnasýning ársins heillar alla
Verð
3.900 kr
Lengd
1.15 ekkert hlé

Grímuverðlaunin – barnasýning ársins!

 

Leikritið Kafbátur heillaði jafnt börn sem fullorðna þegar það var frumsýnt á liðnu leikári. Þessi fallega sýning hlaut mikið lof og fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Kjartan Darri Kristjánsson fékk Grímuverðlaunin í flokknum Leikari ársins í aukahlutverki.

Fyndið og fjörugt leikrit

Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Báturinn er ævintýraveröld út af fyrir sig og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur, t.d. um mömmu hennar sem þau feðginin leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.

Einstakt og fyndið leikrit um æsispennandi háskaför um hafdjúpin, sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. Verkið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir nýjum leikritum fyrir börn.

Aldursviðmið: 5-12 ára

LEIKARAR

MYNDBÖND

Við

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR

Landvernd, Landgræðslan, Skógræktarfélag Kópavogs og Reykjavíkurborg leggja Þjóðleikhúsinu lið í tengslum við sýningu verksins.

Aðrir aðstandendur

Aðstoðarleikstjóri
Umsjónarmaður og sýningarstjóri
Leikmunir, yfirumsjón
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
Yfirsmiður
Leikmyndarsmíði
Yfirmálari

Tónlistarflutningur: Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Teague, Rögnvaldur Borgþórsson (gítar), Ómar Guðjónsson (túba)

Birkifræ og ræktun

Öll börn sem koma á sýninguna á Kafbáti fá birkifræ að gjöf. Þjóðleikhúsið á í samstarfi við birkiskogur.is í tengslum við sýninguna. Á vefsíðunni má fræðast um það hvernig nýta má fræin. Á vefsíðunni birkiskogur.is getur þú lært sitthvað um birki og hvað þarf að gerast í lífi fræja svo þau spíri og verði að birkitrjám.

Meira um birkiskóga

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími