/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Finnur Arnar Arnarson

Leikmyndahöfundur
/

Leikmyndahöfundur

Finnur Arnar Arnarson útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 og starfar jöfnum höndum sem myndlistarmaður og leikmyndahöfundur.

Hann var handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar Engillinn í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári sem hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og ein Grímuverðlaun. Í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars hannað leikmyndir fyrir sýningarnar Upphaf, Shakespeare verður ástfanginn, Ronju ræningjadóttur, Slá í gegn, Karitas, Maður sem heitir Ove, Fjarskaland, Fyrirheitna landið, Jónsmessunótt, Vesalingana, Heddu Gabler, Íslandsklukkuna, Sumarljós, Pabbastrák, Cyrano, Kardemommubæinn og West Side Story. Hann hefur gert fjölda leikmynda fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið, Borgarleikhúsið, Listaháskólann, Íslensku óperuna og leikhús erlendis.

Finnur var tilnefndur til Grímunnar fyrir Kafbát, Engilinn, Fyrirheitna landið, Vesalingana, Íslandsklukkuna og Kryddlegin hjörtu.

finnurarnar.com

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími