/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Búningameistari
/

Ásdís starfar við búningadeild Þjóðleikhússins, og hefur verið fastráðin frá árinu 1999.

Hún hefur einnig hannað búninga fyrir ýmsar sýningar hér, meðal annars fyrir Þitt eigið leikrit I – Goðsaga, Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag og Kafbát.

Ásdís útskrifaðist sem kjólaklæðskeri úr fataiðndeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1999. Hún hefur sótt ýmis námskeið hjá Heimilisiðnaðarskólanum og Myndlistaskóla Kópavogs.

Ásdís hefur starfað við sérsaum og búningagerð.

Hún hannaði einnig meðal annars búninga fyrir verkið Bliss eftir Ragnar Kjartansson árið 2011.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími