Vertu Úlfur
Saga um baráttu við hugann, brjálæði og upprisu
Frumsýnt í mars 2021
Svið
Kassinn
Verð
6.450
Leikstjórn
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Aldrei hefur verið ríkari þörf fyrir umræðu um geðheilbrigðismál en einmitt núna! Við viljum segja sögu af baráttu, vakningu og upprisu. Þess vegna ætlum við að segja þér þessa sögu.

Vertu úlfur! hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu.

Nærgöngul, ögrandi og „sturluð“ sýning!

Verkið er innblásið af nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur! sem vakti ver
ðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Höfundur hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Leikari
Leikari
/ /
Björn Thors
Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími