fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Leikari, Leikstjóri
/

Leikari, leikstjóri og höfundur

Unnur Ösp Stefánsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá starfað við leikhús og kvikmyndir, sem framleiðandi, leikari og leikstjóri.

Hún er nú fastráðin við Þjóðleikhúsið sem leikstjóri, höfundur og leikari, og er meðlimur í listrænu teymi leikhússins.

Unnur leikstýrir einleiknum Vertu úlfur á Stóra sviði Þjóðleikhússins og gerir leikgerð.

Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hún Fólkinu í blokkinni, Footloose, MAMMA MIA! og Kæru Jelenu en þar að auki fór hún með hlutverk í sýningunum Eldhaf, Elsku barn, Faust, Nei, ráðherra!, Núna, Fjölskyldan, Dúfurnar, Grease, Er ekki nóg að elska?, Dúkkuheimili, Njála og Dúkkuheimili-annar hluti.

Í Þjóðleikhúsinu lék Unnur á sínum tíma í sýningunum Klaufar og kóngsdætur, Edith Piaf, Halldór í Hollywood og Eldhús eftir máli.

Unnur lék í Ófærð 2 og Ráðherranum fyrir Rvk Studios, Saga film og RÚV, sem og í sjónvarpsseríunni Rétti og kvikmyndinni Dís.

Hún lék í söngleiknum Hárinu, Hamskiptunum, Killer Joe og Herra Kolbert. Unnur hefur leikið Gretu í Hamskiptum Vesturports í Ástralíu, Englandi og Kananda. Einnig lék hún Gretu í Faust Vesturports í Englandi, Þýskalandi og Kóreu.

Unnur fékk Grímuna sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2011 fyrir hlutverk sitt í Elsku barn og aftur árið 2015 fyrir hlutverk sitt í Dúkkuheimili, auk þess sem hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn í MAMMA MIA! og sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Eldhafi, Brot úr hjónabandi og Dúkkuheimili annar hluti. Unnur var valin besta leikkona í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni Busho film festival fyrir leik sinn í stuttmyndinni Frelsun 2018 og hlaut Stefaníustjakann árið 2012. Unnur framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar sem hlaut 10 Edduverðlaun 2018. Auk þess hlaut hún tilnefningu til Eddunnar fyrir hlutverk sitt í Ófærð 2 2020.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

virka daga frá klukkan 14 til 18 og til 20 á sýningardögum.
Um helgar er opið 11 til 20.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími