/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Markéta Irglová

Tónlistarmaður, Tónskáld
/

Tónskáld

Markéta Irglová er tékkneskur tónlistarmaður, búsett á Íslandi, sem hefur vakið mikla athygli á heimsvísu. Hún samdi, ásamt Emilíönu Torrini, titillag fyrir leiksýninguna Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu. Hún samdi, ásamt Sturlu Mio Þórissyni, tónlist fyrir Ást og upplýsingar og Svartalogn í Þjóðleikhúsinu. Hún hlaut, ásamt Glen Hansard, Óskarsverðlaunin fyrir tónlist í kvikmyndinni Once, en hún lék einnig í kvikmyndinni. Saminn var söngleikur byggður á kvikmyndinni og meðal annarra verðlauna sem þau Hansard hlutu fyrir tónlistina eru Grammy verðlaunin, Olivier verðlaunin og Tony verðlaunin. Markéta hefur sent frá sér tvær sólóplötur, ANAR og MUNA.

Sjá nánar vefsíðu Markétu.

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími