08. Maí. 2023

RÚV tekur upp sýninguna Vertu úlfur

Sýning Þjóðleikhússins Vertu úlfur verður tekin upp af Ríkissjónvarpinu þann 25. maí næstkomandi, en stefnt er að því að Vertu úlfur verði á jóladagskrá RÚV í desember. Margar eftirminnilegar upptökur hafa verið gerðar á sýningum Þjóðleikhússins og skemmst er að minnast beinnar útsendingar á Englum alheimsins sem þóttist heppnast einstaklega vel. Að þessu sinn er ekki um beina útsendingu að ræða, heldur upptöku. Sýningum á Vertu úlfur lýkur í vor, en alls hefur verkið þá verið sýnt 115 sinnum og gestir orðnir ríflega þrjátíu þúsund.

Okkur þykir rétt að upplýsa þá leikhúsgesti sem eiga miða þetta kvöld að tæknifólk RÚV verður að störfum á tveimur stöðum í salnum, en allt verður gert til að lágmarka truflun. Hugsanlegt er að sumir leikhúsgesta sjáist í endanlegri upptöku versksins líkt og gengur þegar um slíkar upptökur er að ræða. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta boðið landsmönnum öllum að njóta verksins í sjónvarpsdagskrá RÚV þegar þar að kemur.

Nú eru einungis tvær sýningar eftir af þessari mögnuðu uppfærlsu og því fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða
Kaupa miða

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími