15. Maí. 2023

Þjóðleikhúsið mun halda leikprufur fyrir 8-11 ára börn vegna Frosts

Vegna fjölda fyrirspurna skal tekið fram að Þjóðleikhúsið mun standa fyrir leikprufum vegna stórsöngleiksins FROST (Frozen) næsta haust. Prufurnar eru ætlaðar fyrir börn á aldrinum 8-11 ára og verða auglýstar nánar síðar. Besta leiðin til þess að fylgjast með fréttum af prufunum er að skrá sig á póstlista Þjóðleikhússins, en við munum senda út upplýsingar á póstlistann þegar skipulag liggur fyrir.

Skrá á póstlista

Við bendum einnig á að hægt er að skrá netfang á sérstakan biðlista og vera framar í röðinni þegar miðasala hefst næsta haust.

Skrá á biðlista

Gísli Örn Garðarsson leikstjóri (Vesturport) mun sviðsetja nýja uppfærslu af Disneysöngleiknum Frost (Frozen) á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Sýningin er samstarfsverkefni Vesturports og Det Norske Teatret í Osló, Þjóðleikhússins á Íslandi, Borgarleikhússins í Stokkhólmi og Borgarleikhússins í Helsinki. Tilkynnt verður um danskt leikhús innan tíðar.

Söngleikurinn Frost (Frozen) er byggður á samnefndri teiknimynd Disney og ævintýri danska rithöfundarins Hans Christian Andersen, Snædrottningunni, frá 1844. Í sögumiðju eru tvær systur, Elsa sem býr yfir dularfullu leyndarmáli og er einangruð frá umheiminum og Anna sem leggur af stað í ferðalag til að bjarga henni.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími