11. Maí. 2023

Margét Vilhjálmsdóttir aftur á svið í Þjóðleikhúsinu í frumflutningi á Ást Fedru

Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona, snýr aftur í Þjóðleikhúsið næsta haust en hún mun fara með hlutverk í sýningunni Ást Fedru í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Verkið er eftir Söru Kane, eitt áhrifamesta leikskáld síðari tíma og verður frumsýnt í september.

Margrét Vilhjálmsdóttir stígur nú loks á svið Þjóðleikhússins eftir að hafa m.a.a starfað um tíma sem leikkona í Noregi en áður lék hún ótal burðahlutverk á Íslandi.  Sigurbjartur Sturla Atlason leikur hitt aðalhlutverkið í sýningunni en auk þeirra eru í hlutverkunum Þuríður Blær, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson.

Kolfinna Nikulásdóttir þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu en hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir áhugaverðar uppsetningar og verk, KOK og The Last Kvöldmáltíð.


Verk Söruh Kane (1971-1999), sem er eitt áhrifamesta leikskáld síðari tíma, eru orðin klassísk en Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði. Verk Söruh Kane hafa í senn heillað og gengið fram af fólki, þau eru hrá, hugvitssamleg, fyndin og full af sprengikrafti.  Sarah Kane lést sviplega ung að aldri en þau verk sem hún skildi eftir sig eru öll leikin reglulega um allan heim. Ást Fedru er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi en margir leikhúsunnendur minnast áhrifaríkrar uppsetningar á Rústað eftir hana og 4.48.

Ást Fedru er nútímalegt, kraftmikið og áleitið verk sem byggir á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Ást Fedru verk talar beint inn í samtímann og þá ólgu sem við höfum upplifað í tengslum við MeToo-byltinguna. Hér er varpað fram ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, gerendur, þolendur, sannleika og lygi, aðdráttarafl myrkursins og hvar línan liggur í samskiptum kynjanna.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími